Öfugmælavísa og rangindi heimsins

Æ, aumingja flugumferðarstjórar eiga svo bágt. Hvernig eiga þeir, og börnin sem vinna að sauma Nike-skó alla daga án skólagöngu, að lifa af tæpri milljón á mánuði? Það er jafnljóst að þetta er stórkostlegt mannréttindabrot og ætti að draga Jóhönnu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hið fyrsta.

Flugumferðarstjórar lýsa yfir stuðningi við baráttu verkalýðs gegn auðvaldi og endurtaka að þjáðir menn í þúsund löndum vilja fá kr. 67.000 fyrir vaktina!

 


mbl.is Sýndu einbeittan brotavilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Hrafn.

Hvaðan hefur þú þessar tölur eiginlega?  Ég veit um flugumferðarstjóra með nokkurra ára reynzlu og hann fær 560.000 kall í laun fyrir mánuðinn.  Það eru í sjálfu sér ekki lúsarlaun, en þetta fólk þarf að leggja mikið á sig í sinni vinnu, svo mikið veit ég, auk endurmenntunar, prófa og fleira.  Mér finnst þeir ekkert frekir að vilja sömu hækkun og atvinnuflugmenn.

Sigurjón, 22.3.2010 kl. 16:13

2 identicon

Það á ekki að leifa illa reknum fyrirtækjum að fara ráða markaði með vinsamlegum löggjöfum ríkissins. 

Þrátt fyrir furðulega hegðun stjórnvalda, lögbann við verkfalli á viðhalds og viðgerðarmönnum, þá skulu flugvirkjar sýna sitt virði og segja upp störfum.  Þá skal sannast til um burðarþol flugleiða og hvort þeir ættu ekki að hugsa í átt til launajafnréttis á þessum tímum.

Nú er enn annar draumu hægrisinna að rætast, að fá vinstristjórn til að traðka ofan á lægstu mönnum fyrir gullnu gulrótina verðlaunuð þeim sem hæst sitja, minnst vinna og minnst gagn gera, nema þá auðvitað það gagn að halda utan um gullna gulrót.

jonsi (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 16:31

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að setja lög í þeim tilgangi að banna mönnum að nýta sér verkfallsrétt sinn. Það hvort okkur finnast kröfurnar fáránlegar eða ekki er allt annað mál. Ef að ekki á að leyfa launþegum að nýta sér verkfallsréttinn þá á að afnema hann með öllu. Þessi skrípaleikur að setja lög á einhverja hópa er út í hött. Þetta hafa að vísu sjómenn mátt þola oft og ítrekað og nú er röðin komin að flugumferðastjórum og flugvirkjum.

Afnemum verkafallsréttin eða þá það sem betra er, leyfum fólki að fara í löglega boðuð verkföll.

Aðalsteinn Baldursson, 22.3.2010 kl. 16:40

4 identicon

Þeir eru með um 840 þúsund á mánuði að meðaltali með vöktunum sem enginn kemst hjá að vinna svo vorkunn mín er ENGIN. Þegar kreppan skall á voru einhverjar láglaunastéttir tilbúnar að fresta þegar undirskrifuðum launahækkunar-samningum til að reyna að hjálpa öllu samfélaginu, fólk kannski með 210-260 þúsund í mánaðarlaun.

Þetta er bara frekja og ekkert annað. Ég hef einnig kynni af flugumferðastjóra sem segir að vinnan sé auðveld og þægileg, sofið, spilað tölvuleiki og haft gaman á næturvöktum því ekki er umferðin svo mikil yfir Íslandi oft á tíðum.... Svo er námið ekki nema tvö ár og skítt með það þó þeir þurfi að vinna launalítið í heilt ár því það er ekki svo lítið miðað við marga - þó að þeir segi að það sé launalaust árið!

ID (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 16:55

5 identicon

Mér finnst fyrir neðan allar hellur að þetta fólk fá að komast upp með að fara í verkfall frekar en aðrar stéttir sem eru mikið minna launaðar.

Dadi (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:41

6 Smámynd: Sigurjón

Fullgildur flugumferðarstjóri þarf að sækja nám og starfsþjálfun í 5 ár; ekki 2.  Hvaða heimildir eru fyrir þessum meðaltalslaunum?

Ég held að Dadi sé fulltrúi ansi margra, þ.e. með öfundsýki og skaðafrigð vegna þess að hann getur ekki verið flugumferðarstjóri.  Ef hann getur ekki fengið launahækkun, þá skal enginn fá hana.

Sigurjón, 23.3.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafn Þorgeirsson
Hrafn Þorgeirsson

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband