Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Öfugmælavísa og rangindi heimsins

Æ, aumingja flugumferðarstjórar eiga svo bágt. Hvernig eiga þeir, og börnin sem vinna að sauma Nike-skó alla daga án skólagöngu, að lifa af tæpri milljón á mánuði? Það er jafnljóst að þetta er stórkostlegt mannréttindabrot og ætti að draga Jóhönnu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hið fyrsta.

Flugumferðarstjórar lýsa yfir stuðningi við baráttu verkalýðs gegn auðvaldi og endurtaka að þjáðir menn í þúsund löndum vilja fá kr. 67.000 fyrir vaktina!

 


mbl.is Sýndu einbeittan brotavilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárkúgun - Um Vítisengla og aðra handrukkara

Svokallaðar flugstéttir eða  það  útvalda hálaunafólkið sem vinnur hjá flugfélögum og svo  hjá ríkisfstofnun við flugumferðarstjórn notfærir sér  einna mest  aðalvopn verkalýðshreyfingar, til skamms tíma, eða verkfallsréttinum. Meðan flest  eða öll verkalýðsfélög  á Íslandi bera skyn á hin miklu efnahagsvandræði sem bæði einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir  eftir hrun Íslands er sem ekkert hafi í skorist hjá flugstéttunum - þar er endalaust 2007. Það sem áður var neyðarvopn öreiga og verkalýðs og var notað  í neyð til að knýja fram lausn á deilum við atvinnurekendur er nú leiktæki fjárkúgara undir yfirskini verkalýðsfélaga. Þetta er ótrúlega öfugsnúið ástand og raunar þannig að verkalýðbarátta fyrri tíma fyrir sjálfsögðum mannréttindum verður að hálfgerðum brandara og í sjálfu sér móðgun við þá jafnaðarmenn sem stóð fremst í flokki í baráttu fyrri daga fyrir sjálfsögðum mannréttindum.

Verkfall flugvirkja og nýlegt verkfall flugumferðarstjóra ofan í verkfallshótanir flugfreyja og flugmanna eru ekkert annað fjárkúgun,ofbeldi og aðför að bæði almenningi og fyrirtækjum í margskonar rekstri á Íslandi sem tengist samgöngum og ferðamennsku.  Meðan meginþorri landsmanna hefur mátt þola lækkun á launum og skerðingu á lífskjörum sem fylgdi hruninu án þess að fá neinar leiðréttingar er ekki neitt sem réttlætir að  nú sé gefið seftir við ofstopamenn.

Held það gráti fáir eða engir ef og þegar ríkisstjórn Íslands setur lög á þessa menn. Myndi eiginlega halda fram að þessi stéttarfélög séu engu minni ógnun við samfélagið á Ísland en Vítisenglar. Þeir eru a.m.k. hættulegri þeirri samfélagssátt sem svo nauðsynlega þarf að ríkja á næstu mánuðum tið að viðreisn landsins geti orðið að veruleika.

 

Setjum lög á flugvirkja strax!


mbl.is Ræða lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hrafn Þorgeirsson
Hrafn Þorgeirsson

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband